Guide to Iceland þátttakandi í Vakanum
Guide to Iceland lauk nýverið innleiðingarferli í Vakanum. Félagið er 113. þátttakandinn í gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og ríflega 60 til viðbótar eru í úttektarferli.
Guide to Iceland fagnar því að vera orðið þátttakandi í Vakanum og hversu vel skipulagt innleiðingarferlið var, að sögn Ólafs Óla Ólafssonar, rekstrarstjóra Guide to Iceland: "Brátt verður sett krafa um að öll fyrirtæki á Guide to Iceland markaðstorginu séu vottuð gæðastimpli Vakans. Með því viljum við styrkja þetta frábæra framtaksverkefni og stuðla að enn meiri gæðum í íslenskri ferðaþjónustu. Með vinnu og gamansemi, gestrisni og heiðarleika að vopni mun okkur takast að byggja sterkan grunn að góðri framtíð fyrir okkur öll. Við þökkum fyrir okkur og hvetjum Vakann áfram í góðu starfi."
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með áfangann!