Laust starf - Forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða forstöðumann rannsókna- og tölfræðisviðs. Um er að ræða nýja stöðu en stofnuninni er ætlað að leggja aukna áherslu á söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga.
Starfssvið
Forstöðumaður mun stýra daglegu starfi sviðsins í samráði við ferðamálastjóra. Hann mun leiða og stjórna söfnun tölfræðilegra gagna er varða ferðaþjónustu og yfirsýn rannsókna á sviði ferðamála, hvort heldur sem eru unnar hjá Ferðamálastofu eða öðrum, í samstarfi við atvinnugreinina og aðrar opinberar stofnanir.
Hæfniskröfur
- Umsækjendur séu háskólamenntaðir, með meistaragráðu, sem hentar í starfið
- Áhersla er lögð á fagmennsku, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Viðkomandi þurfa að hafa góða þekkingu og færni í meðferð gagna og tölfræðilegri greiningu
- Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
- Góð íslensku- og enskukunnátta í tali og riti er skilyrði
- Reynsla og þekking á sviði ferðaþjónustu er æskileg.
Launakjör
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl nk. Með umsóknum skulu fylgja ítarlegar ferilskrár og kynningarbréf með rökstuðningi um hvernig viðkomandi uppfylla hæfniskröfur fyrir starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15 og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri í síma 660-0063, meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá
nánar www.stra.is
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.