Fara í efni

Næstu fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa hefur undanfarið boðið upp á fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana, samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Næstu námskeið verða 6. og 7. maí og er skráning hafin.

Umer að ræða hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir það hvað felst í öryggisáætlun og þá þætti sem þurfa að vera til staðar svo að öryggisáætlun teljist fullnægjandi. Það er áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlanir og atvikaskýrslu. Þátttakendum verður einnig leiðbeint um hvar þeir geta fundið leiðbeiningar, eyðublöð og dæmi. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að eiga auðveldara með að hefjast handa við gerð öryggisáætlana fyrir fyrirtækið sitt. Gert er ráð fyrir því að námskeiðið taki um klukkustund en það fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn GoToMeeting og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.

Þess má geta að í undirbúningi eru einnig námskeið fyrir aðila sem bjóða upp á gistingu og verða þau auglýst síðar.

Skráning á næstu námskeið:

6. maí kl. 10:00: 

Skráning

7. maí kl. 10:00: 

Skráning