Offjölgun ferðamanna: Hvað getum við lært af Barselóna?
Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir opnu málþingi 30. september kl. 9:00-12:00 í Hannesarholti um það hvernig yfirvöld í Barselóna kljást við þau vandamál sem skapast hafa vegna ágangs ferðamanna í borginni og hvaða lærdóm megi draga af því. Málþingið er haldið í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Samtök um ábyrga ferðamennsku og Háskólann í Plymouth.
Málþingið mun fara fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 2.000. Málþinginu verður streymt beint um Facebook-síðu Hannesarholts (https://www.facebook.com/Hannesarholt/).
ATH! Sætarými er takmarkað og er því nauðsynlegt að skrá sig um vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála: http://www.rmf.is/is/um-rmf/frettir/offjolgun-ferdamanna-hvad-getum-vid-laert-af-barselona fyrir kl. 12:00 26. september.
Dagskrá
Kl. 9:00-10:05
-City governments managing tourism: the case of Barcelona
Harold Goodwin, framkvæmdastjóri Samtaka um ábyrga ferðaþjónustu og prófessor á eftirlaunum hjá Institute of Place Management hjá Manchester Metropolitan University
-Barcelona: the management of spaces of major affluence
Albert Arias, framkvæmdastjóri ferðamálaáætlunar Barcelona til 2020
-Overtourism and Tourismphobia. Contemporary tourism failure, local protests and resistance in Barcelona
Claudio Milano, sérfræðingur og ráðgjafi hjá Ostelea School of Hospitality and Tourism, Barcelona
10:05-10:25 Kaffihlé
10:25-12:00 Pallborðsumræður: Moving forward – what can we learn from Barcelona?
Þátttakendur í pallborði:
Harold Goodwin
Albert Arias
Claudio Milano
Elsa Yeoman, formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Málþingsstjóri er Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Umræðustjórn í pallborði: Dr. John Swarbrooke, Plymouth University