Opnað fyrir umsóknir í Ferðaábyrgðasjóð
Ferðamálastofa hefur nú opnað fyrir rafrænar lánaumsóknir í Ferðaábyrgðasjóðinn. Sótt er um lán í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar, sjá hér.
Leiðbeiningar um hvernig skal skrá sig inn á þjónustugáttina er að finna hér
Ítarlegri upplýsingar
Ítarlegar upplýsingar um ferðaábyrgðasjóðinn s.s. um lánveitingu, skilyrði, umsóknir og fylgigögn o.fl. er að finna á vef Ferðamálastofu, sjá hér.
Lán vegna lögbundinna endurgreiðslna
Ferðaskrifstofum gefst kostur á að sækja um lán sem ætlað er að standa undir lögbundnum endurgreiðslum til ferðamanna vegna pakkaferða sem áætlaðar voru á tímabilinu 12. mars til og með 30. júlí og var annað hvort aflýst eða þær afbókaðar vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna.
Aðeins er veitt lán vegna endurgreiðslu pakkaferða, sjá skilgreiningu á pakkaferðum hér. Ekki er veitt lán fyrir endurgreiðslu annars konar ferða s.s. dagsferða.
Hafi pakkaferð verið endurgreidd af kortafyrirtæki getur umsækjandi sótt um lán vegna endurgreiðslunnar og ber honum að endurgreiða kortafyrirtækinu þær endurgreiðslur sem greiddar hafa verið til farþega.
Um sjóðinn gilda bráðabirgðaákvæði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 sbr. l. 78/2020 og reglugerð nr. 720/2020 sem umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel.