Fara í efni

Samþykkt að halda aðalfund Ferðamálaráðs Evrópu á Íslandi

ETCCET
ETCCET

Í febrúarmánuði heimsótti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, ásamt fylgdarliði, aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu (ETC). Í framhaldi af fundi samgönguráðherra með framkvæmdastjóra ETC bauðst Ísland til að halda aðalfund ETC vorið 2007 hér á landi. Ákvörðun um fundarstað næsta árs var tekin á fundi framkvæmdastjórnar ETC í Brussel fyrir núna fyrir helgina. Samþykkt var samhljóða að aðalfundur ETC árið 2007  verði á Íslandi 27. og 28. apríl næstkomandi.

Ráðstefna haldinn samhliða
Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem setið hefur 14 síðustu aðalfundi ETC, segir að gera megi ráð fyrir 50-70 manns á aðalfundinum og að hann muni sækja forsvarsmenn ýmissa Evrópusamtaka í ferðaþjónustu auk ferðamálstjóra aðildarríkjanna 34. Þá sé hefð fyrir að halda ráðstefnu samhliða fundinum þar sem kallaðir séu til sérfræðingar til að fjalla um málefni ferðaþjónustunnar í Evrópu frá ýmsum hliðum.

Munum leggja metnað okkar í verkefnið
Nú fer í hönd undirbúningur fyrir fundinn þar sem m.a. verður ákveðið hvernig ráðstefna verður haldin samhliða honum. ?Það er mjög ánægjulegt að fá að halda þennan fund hér á landi næsta vor og við munum leggja okkar metnað í að hann verði eftirminnilegur þeim sem hann sækja, ásamt því að hann skili okkur og öðrum þátttakendum góðu veganesti frá þeirri faglegu umræðu sem þar verður um evrópsk ferðamál?, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri.