Fara í efni

Uppbygging fugla- og dýralífsskoðunarstaða fyrir ferðamenn

Selur
Selur

Dagana 11. - 13. maí verður haldið á Hvammstanga og á Ströndum námskeið um uppbyggingu fugla- og dýralífsskoðunarstaða fyrir ferðamenn. Námskeiðið er haldið í tengslum við Norðurslóðaverkefnið Northern Coastal Experience - NORCE (Strandmenning) og er opið öllum áhugasömum. Námskeiðið er á ensku og er styrkt af NORA.

Kennarar á námskeiðinu verða James MacLetchie frá Skotlandi, Carol Patterson frá Kanada og Hans Gelter frá Svíþjóð sem öll eru sérfræðingar á þessu sviði.  Þá verða flutt erindi frá Hólaskóla, Umhverfisstofnun, refasérfæðingum og Ferðaþjónustu bænda.

Námskeiðið hefst á Hvammstanga fimmtudaginn 11. maí kl. 9.00 og verður fram haldið þar á föstudag. Báða dagana er boðið upp á skoðunarferðir í kjölfar námskeiðs.
Námskeiðsgjald er 8.000 kr. (kaffi og hádegisverðir innifaldir). Frá föstudegi til laugardags verður dvalið að Laugarhóli í Bjarnarfirði, farið verður í skoðunarferð út í Drangey en dagskránni lýkur á Hólmavík.

Að námskeiðinu standa Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Selasetur Íslands á Hvammstanga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í samvinnu við NORCE verkefnið og NORA.

Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar er á gudrun@ssnv.is og í síma 455-2515.

Nánari dagskrá má finna á www.norce.org.