Ferðaábyrgðasjóður - Tímabil framlengt
Alþingi hefur samþykkt breytingu á ákvæðunum laga um Ferðaábyrgðasjóð. Umsóknarfrestur í sjóðinn hefur verið framlengdur til 1. nóvember og tímabilið sem hægt er að veita lán fyrir hefur einnig verið lengt. Þannig tekur lánveiting nú einnig til ferða sem koma áttu til framkvæmda í ágúst og september.
Um Ferðaábyrgðasjóð
Markmið Ferðaábyrgðasjóðs er að draga úr neikvæðum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru á starfsemi skipuleggjanda eða smásala og tryggja hagsmuni neytenda. Með tilkomu sjóðsins gefst ferðaskrifstofum kostur á að sækja um lán sem ætlað er að standa undir lögbundnum endurgreiðslum til neytenda vegna pakkaferða sem annað hvort var aflýst eða voru afbókaðar en koma áttu til framkvæmda á tímabilinu frá 12. mars til og með 30. september 2020.
Þegar hafa um 30 aðilar sótt um lán í sjóðinn og búið er að afgreiða fyrstu umsóknir.