Fara í efni

Ferðamenn frá Kína - Breytt staðsetning á fræðslufundi

Vegna mikillar þátttöku hefur verið ákveðið að færa fræðslufundinn „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína?“ miðvikudaginn 22. janúar yfir á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig. Tímasetning er óbreytt, þ.e. kl. 9-11.

Fyrir fundinum standa Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið. Á fundinum mun m.a. fulltrúi frá Visit Copenhagen kynna fræðsluefni sem útbúið hefur verið fyrir starfsmenn í framlínu ferðaþjónustu í Danmörku. Einnig verða erindi um menningarmun og það hvernig Kínverjar upplifa Ísland.

DAGSKRÁ

Hvaða þjónustu sinnir sendiráðið fyrir kínverska ferðamenn?
Jin Zhujian, sendiherra Kína á Íslandi

Hvað er Chinavia fræðsluefnið og hvernig gagnast það íslenskum fyrirtækjum? 
Thea Hammerskov, forstöðumaður viðskiptatengsla Visit Copenhagen

Hvernig virkar markaðssetning í Kína m.t.t. menningar og tækni?
Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu

Hvernig skynja kínverskir ferðamenn Ísland?
Grace - Jin Liu, leiðsögumaður

Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins.

Samhliða fundinum munu fyrirtæki sem sinna greiðslumiðlun fyrir Alipay og WeChat Pay kynna starfsemi sína

Námskeið eftir hádegi

Í framhaldi af fundinum verður boðið upp á þjálfunarnámskeið kl. 13-15 fyrir þá sem helst koma að samskiptum við kínverska ferðamenn. Þar þarf að skrá sig sérstaklega. Nánari upplýsingar