Landamærarannsókn frestað tímabundið
Frá 1. september síðastliðnum hefur Landamærakönnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands verið sett í biðstöðu þar til ferðaþjónustan tekur aftur við sér. Landamærakönnunin er eitt mikilvægasta verkefnið í söfnun áreiðanlegra gagna fyrir íslenska ferðaþjónustu. Með könnuninni er fylgst með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum erlendra ferðamanna.
Að öllu jafnaði safnast tæplega tvö þúsund svör í hverjum mánuði. Þessum fjölda tók að fækka hratt upp úr miðjum mars mánuði þegar landamærunum á flugvellinum í Keflavík var lokað. Gerðar voru ráðstafanir til að ná svörum frá þeim fáu ferðamönnum sem voru á leið úr landi en skiluðu þær ekki tilætluðum árangri og fengust ekki nema 153 svör á tímabilinu apríl til júní. Í ágúst var fyrirséð að stefndi í það sama og á vormánuðum og var því ákveðið að fresta frekari gagnasöfnun uns núverandi ástand líður yfir.
Lykilþætti úr niðurstöðum könnunarinnar má kynna sér í Mælaborði ferðaþjónustunnar og undir Ferðavenjur erlendra ferðamanna hér á vefnum