Fara í efni

Leiðbeiningar við gerð öryggisáætlana

Mynd: Ragnar Rh. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Rh. Sigurðsson

Við gildistöku nýrrar löggjafar um komandi áramót verða allir sem framkvæma skipulagðar ferðir á Íslandi að hafa skriflegar öryggisáætlanir. Gildir það jafnt um íslenska sem erlenda aðila. Nú eru komnar hér inn á vefinn leiðbeiningar um gerð öryggisáætlana og eyðublöð sem aðilar geta nýtt sér til stuðnings við gerð þeirra.

Í grunninn samanstendur öryggisáætlun af fjórum þáttum sem eru:

  • Áhættumat,
  • Verklagsreglur
  • Viðbragðsáætlun
  • Atvikaskýrsla

Í leiðbeiningum Ferðamálastofu er að finna lýsingu á hverjum þætti fyrir sig ásamt eyðublöðum sem frjálst er að nota til stuðnings við gerð öryggisáætlana, sem fyrr segir. Hafa ber í huga að öryggisáætlanir eru lifandi og þarfnast reglulegrar endurskoðunar og uppfærslu sérstaklega í ljósi reynslunnar. Þá er vert er að taka fram að söluaðilar sem hafa milligöngu um ferðir verða að ganga úr skugga um að sá sem framkvæmir ferð sé með öryggisáætlun.

Kynningarmyndband

Á kynningarfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum var meðal annars farið yfir gerð öryggisáætlana. Hægt er að kynna sér það betur í upptöku frá fundinum og við bendum á að myndbandið er kaflaskipt eftir efnisatriðum þannig að einfalt er er að hoppa í hvern lið um sig.