Námskeið - Þjónusta við ferðamenn við Kína
Í beinu framhaldi af fræðslufundi um móttöku ferðamanna frá Kína þann 22. janúar næstkomandi, boða Ferðamálastofa og Íslandsstofa til námskeiðs um hvernig best er að taka á móti og þjónusta ferðamenn frá Kína.
Námskeið Miðvikudagur 22. janúar 2020
Tími: kl. 13-15
Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík - Hvammur
Efnið sem farið verður yfir kemur frá Chinavia sem er samstarfsverkefni nokkurra borga og svæða á Norðurlöndum en er leitt af Wonderful Copenhagen. Kennari er Lee Ann Hollesen og er kennt á ensku.
Chinavia hefur m.a. tekið saman efni sem nýtist vel ferðaþjónustuaðilum, verslunum og öðrum sem þjónusta kínverska ferðamenn, dæmi um efni er:
- Netnámskeið
- Leiðbeiningar og skilti á kínversku
- Matarvenjur og uppskriftir
- Hvað má og hvað má ekki í samskiptum
- Verslunarhegðun
Lee Ann lofar þátttakendum líflegu námskeiði með brosum og nokkrum „aha“ augnablikum. Farið verður í stutta (hugarflugs) ferð til Kína til að skilja betur menningu, venjur og væntingar kínverskra ferðamanna.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist aukinn skilning á ferðahegðun og menningu kínverskra ferðamanna sem auðveldar samskipti, bætir þjónustu og eykur upplifun kínverskra gesta sem skilar sér vonandi í verðmætari viðskiptavinum.
Námskeiðið er opið öllum þeim sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu og verslun og veita kínverskum ferðamönnum þjónustu.
Námskeiðinu verður streymt á Facebook-síðu Ferðamálastofu.