Nýtt viðmót Mælaborðs ferðaþjónustunnar
Nýr vefur fyrir Mælaborð ferðaþjónustunnar fór í loftið í dag. Markmiðið er að gera notkun þess þægilegri og aðgengilegri og veita þannig atvinnugreininni, og öðrum sem vefurinn á að nýtast, enn betri þjónustu en áður.
Uppbygging Mælaborðsins að grunni til er áfram hin sama þannig að þeir sem þegar eru orðnir vanir notkun þess ættu að kannast við sig. Meginmunurinn felst í nýrri uppbyggingu á valmynd sem gerir t.d. einfaldara en áður að flakka á milli einstakra efnisflokka og deila einstökum efnisþáttum þess áfram á samfélagsmiðla.
Mælaborðið skiptist nú upp í 4 meginflokka
- Farþegar
- Gisting
- Hagstærðir
- Kannanir
Þá verður enn um sinn hægt að nota það áfram í eldra útliti.
Í Mælaborðinu eru sem kunnugt er teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar sem áður þurfti að sækja á marga staði. Það opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.