Fara í efni

Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu - hádegisfyrirlestur

Ferðafólk við Gullfoss. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Ferðafólk við Gullfoss. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar kl. 12:10. Kynnt verður nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Skráning

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð.

Skráning á fundinn

Um fyrirlesturinn

Í nýlegri greiningu Ferðamálastofu er farið yfir rekstur og efnahag atvinnugreina sem Hagstofa Íslands flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu. Fram kemur að ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum samfara minnkandi arðsemi, sem kallar á að leitað verði hagræðingar í rekstri.

Tölurnar taka til ársins 2018, sem Hagstofan birti stuttu fyrir jól, í samhengi við fyrri ár. Byggja þær á skattframtölum allra fyrirtækja landsins sem skilgreind eru innan viðkomandi atvinnugreina. Bæði er fjallað um þróun stærða fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu sem heildar og nokkrar helstu greinar ferðaþjónustu sérstaklega, eftir því sem upplýsingar frá Hagstofunni leyfa. Í fyrirlestrinum verður einnig leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári.

Jóhann Viðar Ívarsson, á rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu, vann greininguna og kynnir helstu niðurstöður á fundinum.

Tími:                Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.