Fara í efni

Skráning tilboða á ferdalag.is

Akureyri og Eyjafjörður. Mynd -HA
Akureyri og Eyjafjörður. Mynd -HA

Samhliða hvatningarátaki sem senn fer af stað, þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu, verður ferðavefurinn www.ferdalag.is opnaður í nýrri mynd. Þar má nálgast upplýsingar um þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er um allt land, útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, viðburði o.fl.


Tilboð auka sýnileika
Upplýsingar um fyrirtæki sem skráð eru í gagnagrunn Ferðamálastofu munu birtast á ferdalag.is. Til að auka sýnileika sinn og draga að umferð býðst fyrirtækjum að skrá tilboð sem þau hyggjast bjóða landsmönnum upp á í sumar. 

Fyrirtæki með tilboð merkt sérstaklega
Fyrirtækin sjá sjálf um að skrá tilboð og munu þau birtast á ferdalag.is þegar nýr vefur fer í loftið. Verða þau fyrirtæki sem bjóða tilboð merkt sérstaklega á vefnum. Við bendum á að hlekkur á tilboð vísi á vef eða eigin bókunarsíðu fyrirtækis.

Hvað er tilboð?
Við hvetjum fyrirtæki til að nýta sér þennan ókeypis kost en minnum á að tilboð þurfa alls ekki að vera í formi verðlækkunnar. Gott er að hvetja til viðbótarsölu. M.ö.o. að veita ekki afslátt af grunnverði heldur að hvetja gesti til að stoppa lengur, borða oftar, gera meira á svæðinu o.s.frv. og þannig auka tekjur.

Mikilvægt er að muna að sé þjónusta seld sem pakkaferð þarf ferðaskrifstofuleyfi.

Skrá tilboð