Leiðrétting vegna ferðamannatalningar í ágúst
Eins og áður var greint frá kom í ljós villa í talningu ISAVIA á fjölda brottfara ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ágúst sem Ferðamálastofa birti 7. september síðastliðinn. Nemur skekkjan um 15 þúsund erlendum brottfararfarþegum og skýrist af bilun í tölvubúnaði sem heldur utan um talningarnar.
Þannig voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum um 291 þúsund talsins eða um sjö þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári.
Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði þeim verulega frá árinu áður eða um 30,6%. Fækkun var í brottförum Þjóðverja, Frakka, Breta og Kanadamanna, næstfjölmennustu þjóðernanna í ágúst en hún var á bilinu 10-22%.
Frétt um fjölda ferðamanna í ágúst hefur verið leiðrétt í samræmi við nýjar tölur. Sjá nánar