Fara í efni

Kröfulýsing í tryggingafé Legendary Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi félagsins Legendary Travel ehf. kt. 591022-1050, Rangárbökkum 6, 850 Hella, hefur verið fellt úr gildi frá og með 15. apríl 2024 af hálfu Ferðamálastofu skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 þar sem félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018.

Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu.

Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar til og með 19. júní næstkomandi.

Kröfulýsingu skal senda inn rafrænt í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Ferðamálastofu á slóðinni: https://www.ferdamalastofa.is/is/krofur-legendary-travel

Þar er að finna sérstakt eyðublað sem hægt er að fylla út. Með kröfulýsingu skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem lýsingu á ferð, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða á netfanginu krofur@ferdamalastofa.is.