Starfsemi
Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Stofnunin fer með stjórnsýslu ferðamála samkvæmt lögum um Ferðamálastofu.
Ráðherra skipar ferðamálastjóra til fimm ára í senn og veitir hann Ferðamálastofu forstöðu. Ferðamálastjóri ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar, mótar helstu áherslur, verkefni og starfshætti og annast daglega stjórn hennar.
Ferðamálastofa skal með starfsemi sinni fylgjast með og stuðla að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags ásamt því að vinna að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda.
Skipurit
Nánar um verkefni
Dagleg verkefni Ferðamálastofu snúa meðal annars að eftirfarandi þáttum:
Stjórnsýsla
- Leyfisveitingar til ferðaskrifstofa og ferðasala dagsferða
- Tryggingar ferðaskrifstofa
- Eftirlit með leyfisskyldri starfsemi
- Stjórnsýsluleg meðferð mála
- Lögfræðimál
- Umsýsla sjóða
- Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða
- Flugþróunarsjóður
- Ferðaábyrgðasjóður
Rannsóknir og þekking
- Rannsóknir og greiningar
- Mælaborð ferðaþjónustunnar
- Fræðslu- og kynningarstarf
- Útgáfustarf - Miðlun upplýsinga og gagna
Þróun og þjónusta
- Þróunar- og átaksverkefni
- Umhverfi og skipulag
- Sjálfbærni- og gæðamál
- Vakinn, gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
- Gott aðgengi í ferðaþjónustu - Svæðisbundin þróun og markaðssetning
- Öryggismál
- Almannavarnir og öryggismál
- Öryggisáætlanir fyrirtækja
Samskipti og miðlun
- Vefir og almenn upplýsingagjöf
- Fjölmiðlasamskipti
- Stuðningur við Ferðamálastjóra
- Stafræn þróun
- Alþjóðasamstarf
Rekstur og mannauður
- Fjármál og rekstur
- Mannauðsmál
- Húsnæði og aðstaða
- Grænu skrefin