Ákvarðanir um dagsektir
Fari aðilar ekki að fyrirmælum Ferðamálastofu eru dagsektir, samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018, meðal þeirra viðurlagaákvæða sem stofnunin getur beitt.
Ferðamálastofa hefur eftirlit með ákvæðum VII. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, þ.e. þeim ákvæðum sem lúta að skyldutryggingum ferðaskrifstofa og Ferðatryggingasjóði. Fari ferðaskrifstofur ekki að ákvæðum laganna, ákvörðunum eða fyrirmælum Ferðamálastofu getur stofnunin lagt á dagsektir þar til bætt hefur verið úr. Dagsektir geta numið frá 50 þús. kr. til 500 þús. kr. á dag.
Ákvörðun um dagsektir má skjóta til ráðherra innan 14 daga frá því að tilkynnt er um hana. Dagsektir reiknast ekki fyrr en kærufrestur er liðinn. Dagsektir eru aðfararhæfar lokum kærufrests, kæra til ráðherra frestar aðför þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Málshöfðun fyrir almennum dómsstólum frestar ekki aðför.
Nýjustu ákvarðanir
Samkvæmt lögum ber öllum ferðaskrifstofum fyrir 1. apríl ár hvert að skila gögnum til að hægt sé að endurmeta tryggingarfjárhæðir og leggja fram tryggingu samkvæmt ákvörðun Ferðamálastofu. Ef ekki er farið að fyrirmælum eða ákvörðunum Ferðamálastofu getur stofnunin lagt á dagsektir. Hér að neðan eru nýjustu ákvarðanir sem Ferðamálastofa hefur tekið um dagsektir á ferðaskrifstofur sem hafa ekki, þrátt fyrir ítrekanir, brugðist við og skilað gögnum vegna árlegs endurmats á tryggingafjárhæð eða lagt fram tryggingu.
2024
- Nr. 1/2024: Aðalsteinn Guðmundsson
- Nr. 2/2024: Aurora Hunters ehf.
- Nr. 3/2024: Aurora Tours ehf.
- Nr. 4/2024: Black Desert Travel ehf.
- Nr. 5/2024: CashCo ehf.
- Nr. 6/2024: Ég er - ferðir ehf.
- Nr. 7/2024: En Route ehf.
- Nr. 8/2024: Every Road Travel ehf.
- Nr. 9/2024: Heilsuferðir ehf.
- Nr. 10/2024: Hópferðamiðstöðin ehf.
- Nr. 11/2024: Hótel Húsafell ehf.
- Nr. 12/2024: Íslenskar ævintýraferðir ehf.
- Nr. 13/2024: Juan Carlos Chocolatl Cuenca
- Nr. 14/2024: Kator ehf.
- Nr. 15/2024: Norðurslóðir ferðaskrifstofa ehf.
- Nr. 16/2024: p 141 ehf
- Nr. 17/2024: Scandinavia Travel North ehf.
- Nr. 18/2024: Siggi´s World ehf.
- Nr. 19/2024: TripGuide Iceland ehf.
- Nr. 20/2024: When in Iceland ehf.
- Nr. 21/2024: 360 Wanderlust ehf.
- Nr. 22/2024: AGT ehf.