Fara í efni

Ákvarðanir um dagsektir

Fari aðilar ekki að fyrirmælum Ferðamálastofu eru dagsektir, samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018, meðal þeirra viðurlagaákvæða sem stofnunin getur beitt.

Ferðamálastofa hefur eftirlit með ákvæðum VII. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, þ.e. þeim ákvæðum sem lúta að skyldutryggingum ferðaskrifstofa og Ferðatryggingasjóði. Fari ferðaskrifstofur ekki að ákvæðum laganna, ákvörðunum eða fyrirmælum Ferðamálastofu getur stofnunin lagt á dagsektir þar til bætt hefur verið úr. Ferðamálastofa getur jafnframt lagt dagsektir á aðila sem stunda leyfisskylda starfsemi án tilskilins leyfis. Dagsektir geta numið frá 50 þús. kr. til 500 þús. kr. á dag.

Ákvörðun um dagsektir má skjóta til ráðherra innan 14 daga frá því að tilkynnt er um hana. Dagsektir reiknast ekki fyrr en kærufrestur er liðinn. Dagsektir eru aðfararhæfar lokum kærufrests, kæra til ráðherra frestar aðför þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Málshöfðun fyrir almennum dómsstólum frestar ekki aðför.

Ákvarðanir um dagsektir eru birtar á vef stofnunarinnar, sjá hér að neðan.