Fara í efni

Rannsóknaráætlun 2024-2026

Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2024-2026 liggur nú fyrir og verið staðfest af ferðamálaráðherra. Áætlunina má nálgast hér að neðan.

Rannsóknaráætlun 2024-2026

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni


Liður við undirbúning og gerð rannsóknaráætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni.

Nefndina skipa:

  • Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Ísland
    –tilnefndur af Ferðamálastofu, formaður.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar og lektor við Háskólann á Hólum
    –tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins.
  • Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands
    –tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. 
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra
    – tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF
    – tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar.
  • Einar B. Árnason, sérfræðingur á skrifstofu ráðuneytisstjóra
    – tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra.
  • Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu
    –tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fyrri rannsóknaráætlanir: