Fara í efni

Ferðapúslinn

Ferðapúlsinn er verkfæri fyrir ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geta með einföldum hætti fengið mat á stöðu fyrirtækisins hvað varðar stafræna hæfni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þróaði Ferðapúlsinn í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF.

Hvernig virkar Ferðapúlsinn

Ferðapúlsinn er sjálfpróf þar sem farið er í gegnum röð af spurningum. Niðurstaðan er sett fram með myndrænum hætti í nokkrum flokkum. Þá er einnig hægt tillögur að úrlausnum og vísað er á efni og leiðir til að bæta stöðuna. Aðeins tekur um 10 mínútur að taka prófið.

Hvað er átt við með stafrænni hæfni?

Stafræn hæfni í ferðaþjónustufyrirtækjum vísar til hæfni til að nýta stafrænar lausnir og tækni við að bæta þjónustu, auka skilvirkni og bæta upplifun viðskiptavina. Þetta felur í sér m.a. gervigreind, stafræna markaðssetningu, upplýsingatækni, gagnagreiningu, netöryggi og stafræna þjónustu.

Aðkallandi verkefni

Það er ljóst á allri umræðu innan ferðaþjónustunnar að það er orðið aðkallandi að auka hæfni í stafrænni tækni markvisst, til að tryggja arðsemi, hagræðingu og samkeppnisforskot fyrirtækjanna innanlands sem og á alþjóðamörkuðum. Því er vonaandi að sem flest fyrirtæki í ferðaþjónustunni taki púlsinn hjá sér, kortleggi stöðuna og stígi þannig næstu skrefin í átt að stafrænni framtíð ferðaþjónustunnar.

Opna Ferðapúlsinn