Fara í efni

Nöfn fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Nöfn fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu
Lýsing

Markmið rannsóknar um tungumál ferðaþjónustu á Íslandi er að kanna hvaða tungumál eru notuð og hvernig. Rannsóknin hófst árið 2019 á því að sendur var spurningalisti til ferðaþjónustufyrirtækja sem báru erlent nafn og forsvarsfólk spurt hvers vegna og hvernig nafnið var valið. Einnig var spurt um hvaða tungumál voru mest notuð á vinnustaðnum og hvort erlent starfsfólk fengi íslenskukennslu. Einnig var safnað upplýsingum um stefnu gagnvart notkun tungumála í ferðaþjónustunni, með áherslu á auglýsingar og upplýsingar á skiltum. Einnig var safnað upplýsingum um nafngiftir ferðaþjónustufyrirtækja sem a) voru tengdar ferðaþjónustu og b) veittu gistingu.

Upplýsingar um nöfn ferðaþjónustufyrirtækja, sem tengjast ferðaþjónustunni, fengust af lista sem Ferðamálastofa hefur sett upp yfir alla starfandi ferðaþjónustutengda aðila og fyrirtæki. Upplýsingar um fyrirtæki, sem bjóða gistingu, voru teknar af bókunarvefsíðum og landshlutabundnum kynningarvefsíðum. Listi yfir aðila og fyrirtæki, sem tengjast ferðaþjónustu, var kannaður og fyrirtækin flokkuð eftir starfsemi til að sjá hvort erlendar nafngiftir tengdust frekar einni grein ferðaþjónustunnar en annarri. Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður um nöfn þessara ferðaþjónustufyrirtækja á árinu 2021–2022.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Anna Vilborg Einarsdóttir
Nafn Ágústa Þorbergsdóttir
Nafn Sigríður Sigurðardóttir
Flokkun
Flokkur Menning og saga
Útgáfuár 2022
Útgefandi Háskólinn á Hólum
ISBN 978-9935-9596-9-0
Leitarorð Lykilorð: ferðaþjónusta, íslenska, málstefna, markaðssetning, erlend nöfn ferðaþjónustufyrirtækja, landshlutasamtök, markaðsstofa, skilti, sveitarfélög