Fara í efni

Söguferðaþjónusta á Norðurlandi. Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum

Nánari upplýsingar
Titill Söguferðaþjónusta á Norðurlandi. Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum
Lýsing

Á Norðurlandi er að finna fjölmarga afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn þar sem þeim gefst færi á að kynnast betur sögu og menningu landshlutans. Í gagnagrunni Eyþings eru t.a.m. sextíu söfn, setur og sýningar á skrá og meirihluti þeirra hefur sögu Norðurlands sem umfjöllunarefni (Eyþing, 2019). Þar á meðal má nefna byggðasögu, atvinnusögu eða náttúruarf svæðisins.

Hlutfall erlendra ferðamanna af gestakomum á söfn, setur og sýningar á Íslandi, sér í lagi á sumrin hefur farið sívaxandi á undanförnum árum. Innlendir ferðamenn eru þó einnig duglegir að nýta sér þau fjölmörgu söfn sem á vegi þeirra verða á leið um landið. Markmið þessarar rannsóknar er að fá betri innsýn í hvað það sé sem dragi ferðamenn á þessa staði, hvað einkenni þennan markhóp og hver upplifun þeirra sé af heimsókninni. Með könnuninni er einnig leitast við að öðlast betri skilning á því hvernig saga Norðurlands virkar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Þessi könnun var unnin af Rannsóknasmiðstöð ferðamála að beiðni Markaðsstofu Norðurlands. Könnunin er hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Flokkun
Flokkur Menning og saga
Útgáfuár 2019
Útgefandi Markaðsstofa Norðurlands
Leitarorð söfn, sýningar, setur, norðurland, saga, sögur, söguferðaþjónusta, rannsóknasmiðstöð ferðamála, markaðsstofa norðurlands