Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024 |
Lýsing | Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2022-2024 var staðfest af ferðamálaráðherra í apríl 2022. Áætlunina má nálgast hér að neðan. Rannsóknaráætluninni er ætlað að kveða á um þá gagnaöflun, greiningar og rannsóknir sem stjórnvöldum er nauðsynleg til að taka stefnumótandi ákvarðanir um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi. Ellefu meginverkefniÍ áætluninni er m.a. fjallað um þau ellefu meginverkefni sem Ferðamálastofa var með í vinnslu á síðari hluta árs 2021 og ná inn á tímabil rannsóknaráætlunar fyrir árin 2022–2024. Þannig er ekki gert ráð fyrir að auglýst verði ný verkefni til framkvæmda á árunum 2022–2024. Sum af þeim verkefnum sem eru í vinnslu eru ótímabundin í þeim skilningi að reiknað er með að þau séu hluti af reglulegri starfsemi Ferðamálastofu til frambúðar þó á þeim kunni að verða einhverjar breytingar. Þetta á ekki hvað síst við um öflun, varðveislu, greiningu og miðlun grundvallargagna. Önnur verkefni eru tímabundin og ætlunin er að ljúka þeim með tiltekinni afurð eða afurðum sem nýtast munu bæði í starfi Ferðamálastofu og til að ná samfélagslegum markmiðum ferðaþjónustunnar. Verkefnin 11 eru þessi:
Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2022-24Liður við undirbúning og gerð rannsóknaráætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni. Kynna má sér starf nefndarinnar hér að neðan. |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Menntun og rannsóknir |
Útgáfuár | 2022 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | ferðamálastofa, rannsóknir, kannanir, rannsóknaráætlun, könnun, rannsókn, talningar, fjöldi ferðamanna, |