Fara í efni

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024
Lýsing

Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2022-2024 var staðfest af ferðamálaráðherra í apríl 2022. Áætlunina má nálgast hér að neðan.

Rannsóknaráætluninni er ætlað að kveða á um þá gagnaöflun, greiningar og rannsóknir sem stjórnvöldum er nauðsynleg til að taka stefnumótandi ákvarðanir um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Ellefu meginverkefni

Í áætluninni er m.a. fjallað um þau ellefu meginverkefni sem Ferðamálastofa var með í vinnslu á síðari hluta árs 2021 og ná inn á tímabil rannsóknaráætlunar fyrir árin 2022–2024. Þannig er ekki gert ráð fyrir að auglýst verði ný verkefni til framkvæmda á árunum 2022–2024. Sum af þeim verkefnum sem eru í vinnslu eru ótímabundin í þeim skilningi að reiknað er með að þau séu hluti af reglulegri starfsemi Ferðamálastofu til frambúðar þó á þeim kunni að verða einhverjar breytingar. Þetta á ekki hvað síst við um öflun, varðveislu, greiningu og miðlun grundvallargagna. Önnur verkefni eru tímabundin og ætlunin er að ljúka þeim með tiltekinni afurð eða afurðum sem nýtast munu bæði í starfi Ferðamálastofu og til að ná samfélagslegum markmiðum ferðaþjónustunnar.

Verkefnin 11 eru þessi:

  • Fjöldi ferðamanna
  • Landamærakönnun: Lýðfræði, ferðahegðun, upplifun og útgjöld ferðamanna
  • Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu
  • Könnun á ferðahegðun Íslendinga
  • Könnun á ferðahegðun erlendra gesta á völdum þéttbýlisstöðum
  • Dreifing ferðamanna um landið
  • Greining á fjárhag og rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu
  • Gagnagrunnur ferðaþjónustunnar
  • Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu. Hvernig á að mæta áföllum? Hvernig er unnt að efla þrautseigju í greininni?
  • Spár um umsvif í ferðaþjónustu
  • Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu: Tæki til högg- og aðgerðagreininga og hagspáa

Rannsóknaráætlun 2022-2024

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2022-24

Liður við undirbúning og gerð rannsóknaráætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni. Kynna má sér starf nefndarinnar hér að neðan.

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2022-24

Flokkun
Flokkur Menntun og rannsóknir
Útgáfuár 2022
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamálastofa, rannsóknir, kannanir, rannsóknaráætlun, könnun, rannsókn, talningar, fjöldi ferðamanna,