Fara í efni

Eldborg gönguleið Gönguleið

Gönguleið upp Eldborg í Hnappadal.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°46.4456 W022°18.1262
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Skilti við upphaf leiðar
  • Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Gras
  • Stórgrýtt
  • Hraun
  • Blandað yfirborð
  • Möl
Hættur
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
  • Hálka - Hál og sleip leið
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
  • Tjaldsvæði
  • Landvarsla
Finna má þjónustu á þjónustusvæðinu við Snorrastaði.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi er óvenjulega formfagur gígur sem rís 60 metra yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Gígopið er sporöskjulagað, um 100 metrar í þvermál og 50 metra djúpt. Veggirnir eru mjög brattir, gerðir úr örþunnum hraunskánum. Eldborg var friðlýst árið 1974. Gönguleiðin upp á Eldborg er fjölbreytt þar sem gengið er í gegnum kjarri vaxið hraun. Fallegar hraunmyndanir eru á leiðinni og ef vel er að gáð má sjá margar kynjaverur. Ofan á Eldborg er mikið útsýni í allar áttir en í góðu skyggni má sjá fjallahring allt frá Snæfellsjökli að Reykjanesi. Gönguleiðin byrjar við þjónustusvæði við Snorrastaði en þar er að finna gistiaðstöðu. Gönguleið hefur mismunandi undirlag en meirihluti hennar er á hraunbreiðu. Við rætur og upp hlíðar Eldborgar er að finna keðjur til að aðstoða göngufólk upp og niður hlíðar Eldborgar.