Elliðaárdalur 8km Hjólaleið
Léttur 8 km hringur þar sem farið er í gegnum hinn fallega Elliðaárdal.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Elliðaárstöð
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Hægt er að sækja þjónustu við Elliðaárstöð og Árbæjarsundlaug.
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Byrjað er við Elliðaárstöð og upp brekkuna við Rafstöðvarveg og undirgöngin við Höfðabakka. Haldið er áfram norðan megin við Elliðaána, þegar komið er að æfingasvæði Fylkis er beygt til hægri og haldið áfram upp Víðidalinn. Leiðin liggur svo til baka stíg sem liggur sunnan megin við Elliðaárnar og honum er fylgt alla leið aftur að Elliðaástöðinni.