Fara í efni

Eyrarhringur gönguleið

Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Snæfellsnes
Upphafspunktur
N64°49.3462 W023°57.9035
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Stórgrýtt
  • Þýft
  • Hraun
  • Blandað yfirborð
Hættur
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Sprungur - Djúp glufa eða brot í bergi eða í jarðvegi sem er á hreyfingu
  • Sjávarföll - Breytileg staða sjávar, flóð og fjarða
  • Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.
Eyrarhringur er staðsettur í í verndarsvæðinu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverður Snæfellsnesi en tilgangur hans er að vernda þá sérstöku náttúru svæðisins og þær minjar sem eru að finna en jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar. Frá bílastæði liggja tvær gönguleiðir, önnur að Öndverðaneshólum en hin Eyrahringinn. Eyrahringur er auðveld gönguleið. Leiðin liggur niður að sjó og að mestu um helluhraun. Fallegar tjarnir eru í hrauninu og þar eru ýmsar tegundir fugla. Á leiðinni sjást víða minjar eftir búsetu. Á stóru-Eyri eru bæjarrústir og mun hafa verið búið þar fram á miðja sautjándu öld.