Fálkafell Blönduð leið (ganga og hjól)
Fálkafell er skáli í eigu skátafélagsins Klakks.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Akureyrarbær
Upphafspunktur
Við Súluveg
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
- Möl
- Blandað yfirborð
Hindranir
Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
Vegslóði liggur upp að Fálkafelli. Vatni er ekki veitt af leiðinni þannig að vatn og klaki/ís sest í slóðanum og á stöðum drulla í leysingum.
Hættur
Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Það tekur 30-40 mínútur að ganga frá upphafspunkti gönguleiðarinnar sem er við hitaveituskúra Norðurorku við Súluveg. Leiðin liggur eftir vegslóða upp hæðina að Fálkafelli og er nokkuð brött á köflum. Frábært útsýni er yfir bæinn og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna.