Fara í efni

Fossvogsdalur Hjólaleið

Þessi hjólaleið um Fossvogsdal liggur meðfram gróskumiklum stígum, þar sem hægt er að njóta fuglalífs og fallegu útsýni yfir dalinn.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur, Reykjavík
Upphafspunktur
Fagrilundur
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Möl á hluta leiðar
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Salerni í Íþróttahúsi Fagralundi
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Lagt er af stað frá íþróttasvæðinu við Fagralund í Kópavogi, miðsvæðis í Fossvogsdal. Á leiðinni eru áhugaverðir staðir eins og Hermannsskógur, Norræni vinalundurinn, Álfaskógur og Trjásafnið í Meltungu, austast í dalnum. Gróðursældin er mikil og gaman að virða fyrir sér umhverfið á leiðinni, líta eftir grænu sprotunum snemma á vorin og litadýrðinni á haustin. Margar tegundir verpa á svæðinu, en raunar er fuglalífið fjörugt í dalnum allt árið og gaman að sjá þær tegundir staðfugla sem kjósa að þreyja veturinn í Fossvogsdalnum.