Fara í efni

Fossvogur að Gljúfrasteini Hjólaleið

Krefjandi en ákaflega falleg leið, þar sem farið er úr Kóppavogi í Mosfellsbær og aftur til baka.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær, Reykjavík, Kópavogur
Upphafspunktur
Fossvogur
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Kaffihús, bensínstöðvar og verslanir eru á leiðinni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
routesRouteAvailableSeasonal
Hjólastígur norðan Mosfellsbæjar er ekki í vetrarþjónustu
Lagt er af stað frá Fossvogsdal. Þaðan liggur leiðin meðfram Elliðaánum og yfir hjólabrýrnar við ósana og síðan áfram gegnum Bryggjuhverfið, inn Grafarvog og að Keldum við Grafarholt. Síðan er haldið til norðurs að Úlfarsfelli á stíg meðfram Vesturlandsvegi. Hjólað er áfram í átt að Mosfellsbæ og áfram gegnum bæinn, niður að Varmá og aftur upp meðfram Helgafellinu þar til beygt er inn Mosfellsdalinn. Þaðan er leiðinni fylgt allt að Gljúfrasteini. Á bakaleiðinni er hjólað að Hlégarði og íþróttaaðstöðu Aftureldingar og síðan beygt til norðurs farið í gegnum bæinn til að komast á stíginn við fjöruna. Þeim stíg er svo fylgt meðfram ströndinni alla leið aftur að Elliðaárósum. Síðan er hjóluð sama leið og áður aftur inn í Fossvogsdal.