Fara í efni

Grænihryggur Gönguleið

Hálendisganga sem hefst við Fjallabaksleið nyrðri (F208) vestan við Kirkjufell

Nánari upplýsingar

Landshluti
Suðurland, Rangárþing Ytra
Upphafspunktur
Bílastæði við Fjallabaksleið Nyrðri (vegur F208), vestan Kirkjufells
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
6 - 10 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Stórgrýtt
  • Votlendi
Hættur
  • Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
  • Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Vanalega orðið fært um mánaðamót júní/júli.
Leiðin að Grænahrygg hefst við Fjallabaksleið nyrðri, við rætur Kirkjufells. Frá veginum liggur leiðin fyrst inn í Halldórsgil. Gengið er út úr gilinu fyrir botni þess og um leið hækkar landið smám saman. Er þá komið fram á gilbarma Sveinsgils og á góðum dögum er hér tignarlegt útsýni út eftir áreyrum Jökulsgilskvíslar. Leiðin liggur um stund meðfram Sveinsgili, en loks er farið niður í gilið og þar niðri þarf að vaða yfir á sem getur verið bæði köld og straumþung. Stefnan er í kjölfarið tekin upp hrygginn í miðju gilinu og nú taka við 2 km af nær samfelldri hækkun. Lokakaflinn er svo nokkuð brattur niður í mót þar sem Grænihryggur blasir við handan gils. Til að komast að hryggnum þarf að fara niður í gilið og vaða þar ána, en hægt er að sleppa því og spara um leið orku fyrir gönguna til baka. Grænihryggur er sannarlega náttúruperla í heimsklassa. Gangið ekki né hjólið á hryggnum til að hlífa honum.