Grímannsfell Gönguleið
Ganga sem hentar flestum í sæmilegu formi á hæsta fjallið í landi Mosfellsbæjar.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
64.18041, -21.53429
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Grímannsfellið rís handan árinnar Köldukvíslar og er 482 metra yfir sjávarmáli og er eitt hæst þeirra fella sem tilheyra Mosfellsbæ.Gangan á toppinn er nokkuð þægileg þó hún taki svolítið á í mesta brattanum. Gangan hefst við bílastæði Helgufoss og búið er að gera góða stíga að fossinum. Þegar komið er að Helgufossi er tilvalið er staldra þar við eða á leiðinni tilbaka og njóta náttúrufegurðarinnar. Gengið er áfram yfir brúaða ána og á leiðinni eru minni lækir sem þarf að stikla áður en haldið er á brattann. Slóðinn er vel greinilegur og stikaður alla leið upp á hæsta punkt á fjallinu sem nefnist Stórhóll þar sem glæsilegt útsýni er. Blasir við Hellisheiðin, Mosfellsheiðin, Esjan og höfuðborgarsvæðið sem nauðsynlegt er að virða vel fyrir sig áður en gengið er aftur niður tilbaka að bílastæðinu.