Fara í efni

Hamrahamrar (hvíta leiðin) Blönduð leið (ganga og hjól)

Hamrahamrar er samfellt klettabelti fyrir ofan tjaldsvæðið á Hömrum. Áin Brunná rennur um skorning í hömrunum og áfram niður að tjaldsvæðinu að Hömrum þar sem hún myndar skemmtilegar tjarnir og leikjasvæði og síðan áfram í gegnum Kjarnaskóg. Gönguleiðin liggur nálægt ánni, fer í gegnum skóg, móa og upp að skátaskálanum Gamla.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Akureyri
Upphafspunktur
65.645724, -18.084758
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Blandað yfirborð
  • Gras
  • Þýft
Hindranir
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
  • Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Efsti hluti leiðarinnar er í bratta og ójöfnu, fara þarf yfir einn óbrúaðann læk. Getur orðið sleipt í beitu og hálku.
Hættur
Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Tjaldsvæði
Við upphaf leiðar í Kjarnaskógi eða við tjaldsvæðið að Hömrum eru salerni og bílastæði
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hamrahamrar er samfellt klettabelti fyrir ofan tjaldsvæðið á Hömrum. Áin Brunná rennur um skorning í hömrunum og áfram niður að tjaldsvæðinu að Hömrum þar sem hún myndar skemmtilegar tjarnir og leikjasvæði og síðan áfram í gegnum Kjarnaskóg. Gönguleiðin liggur nálægt ánni, fer í gegnum skóg, móa og upp að skátaskálanum Gamla. Nokkrir valkostir eru á gönguleiðum t.d. frá Kjarnaskógi eða tjaldsvæðinu að Hömrum. Þaðan er gengið eftir stígakerfi skógarins, þrengri skógarstíga, jeppaslóða og kindagötum upp að Gamla. Efsti hluti leiðarinnar liggur um mólendi og er nokkuð brattur. Vegalengd fram og til baka er um 8 km ef byrjað er hjá Kjarnakoti í Kjarnaskógi (styttra frá Hömrum). Gönguhækkun er um 230 m. Leiðin er greiðfær og liggur að mestu um vel gróið land. Gangan ætti að taka um 1-2 klukkustundir í heildina. Gott er að vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri. Hafa með hressingu, eins er gott er að hafa meðferðis göngustafi. Athugið að leiðin er bæði notuð af gangandi og hjólandi. Skátaskálinn er læstur og nýtist í skátastarfi en sjálfsagt er að nota pallinn eða skjól við húsið sem áningarstað svo lengi sem það truflar ekki skátastarfið.