Helgafell Mosfellsbæ Gönguleið
Gangan á Helgafell er skemmtileg og stutt þar sem njóta má útsýnis yfir Esjuna, Mosfellsbæ og vestari hluta höfuðborgarsvæðisins. Gönguleiðin er upp á topp Helgafells og svo sömuleið niður tilbaka.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
64.175811, -21.667897
Merkingar
- Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
- Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Skemmtileg og þægileg gönguleið með góðu útsýni yfir Esjuna, Mosfellsbæ og vestari hluta höfuðborgarsvæðisins. Helgafell er úr blágrýti og stendur 217 metra yfir sjávarmáli. Gönguleiðin hefst við upplýsingaskilti við Þingvallaveg þar sem ýmsar fróðlegar upplýsingar eru að finna um svæðið. Frá bílastæðinu sést líka greinilega stikaða leiðin upp fellið. Gangan á Helgafell byrjar við Ása. Héðan liggur gönguleiðin sem merkt er appelsínugulum stikum á ská upp fjallið. Áður en lagt er á brattann má sjá litla laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt um aldarmótin 1900. Sögur af gullfundi á þessum stað er ekki að finna. Ekki langt frá hæsta punkti göngum við fram á gamlar rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum. Þegar upp er komið blasir við fallegt útsýni yfir Hafravatn og Bláfjöll. Hægt er að halda áfram austur um fjallið og ganga hring en að þessu sinni göngum við tilbaka sömu leið aftur að bílastæðinu. Gætið að því að renna ekki í brattanum á leiðinni niður þar sem laust getur verið í stígnum.