Fara í efni

Hornstrandir: Hesteyri - Látrar Aðalvík

Hesteyri - Látrar í Aðalvík, um Hesteyrarskarð

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vestfirðir, Ísafjarðarbær
Upphafspunktur
Hesteyri
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Vörðuð leið með hlöðnum steinum
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
Þjónusta á leiðinni
  • Engin þjónusta
  • Tjaldsvæði
  • Landvarsla
  • Salerni
Tjaldsvæði og salernisaðstaða við upphaf og lok gönguleiðarinnar
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Snjóþung fram í júní. Aðgengileg frá júní til september.
Leiðin liggur upp frá þorpinu á Hesteyri og í Hesteyrarskarð (270m). Genginn er gamall akvegur í skarðið. Úr Hesteyrarskarðinu er gatan (nokkuð greinileg) sem liggur spölkorn frá vörðunum. Þegar að komið er niður Stakkadal þarf að vaða Stakkadalsós. Botn óssins er að mestu sandur. Eftir að ósinn hefur verið þveraður er genginn stígur eftir sandinum og yfir að Látrum.