Fara í efni

Hveravellir-Þjófadalir Gönguleið

Frá Hveravöllum um Þjófadali að skála.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Húnabyggð
Upphafspunktur
64.86662207437578, -19.553623797739018
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Þýft
  • Gras
  • Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Er uppi á hálendi og aðeins opið á sumrni þegar Kjalvegur er fær.
Leiðin frá Hveravöllum að Þjófadölum er töluvert löng en auðveld í göngu, en gengið er eftir merktum stíg frá upphafspunkti að enda. Útsýnið er gott til allra átta og tilvalið fyrir fjölskyldur að fara. Athugið að klæða ykkur eftir veðri en hér eru þið stödd á hálendi Íslands þar sem veður getur versnað skyndilega. Slóðin er aflíðandi mest yfir flatlendi fyrst yfir hraunið og svo taka við grónar sléttur þaktar fjallablómum og berjalyngi. Það eru víða ferskir fjallalækir til að bæta á göngubrúsann tæru vatni beint innan úr jökli. Leiðin liggur upp í gegn um skarð sem ber heitið “Þröskuldur” og þar efst í skarðinu blasa við þjófadalirnir. Ofaní dalnum kúrir Þjófadala skáli Ferðafélags Íslands sem hægt er að bóka gistingu í hjá FÍ.