Klukkufoss gönguleið Gönguleið
Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Snæfellsnes
Upphafspunktur
N64°52.1791 W023°51.6872
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
- Möl
- Gras
- Þýft
- Votlendi
- Hraun
- Blandað yfirborð
Hættur
- Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
- Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Landvarsla
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí.
Klukkufoss er staðsettur inn í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Gönguleiðin er nokkuð stutt en krefjandi, þar sem gengið er upp bratta hlíð, að grágrýtishöfðanum Klukku og fellur Klukkufoss innan um fallegar stuðlabergsmyndanir. Við göngu upp að Klukkufoss er möguleiki á því að njóta útsýnis nærsveita en stuðlabergsmyndanir grípa athygli gesta ásamt fallega Klukkufossi. Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar, tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp að Klukkufoss er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul og útsýni yfir nærsveitir.