Kópavogshringur Hjólaleið
Hjólahringur um Kópavog þar sem meðal annars er farið meðfram Kársnesinu og Fossvoginum.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
Fossvogur
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Við leiðina er hægt að sækja þjónustu í kaffihús, verslanir og sundlaug.
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hjólaferðin hefst vestarlega í Fossvogsdal og liggur leiðin fyrst eftir hjólastígnum austur dalinn. Þegar komið er að Víkingssvæðinu er beygt til hægri og hjólað í átt að neðsta hluta Smiðjuvegar. Þar tekur við stígur sem liggur fyrir ofan hús fyrirtækisins Tengi og meðfram Reykjanesbrautinni. Eftir að hafa farið í gegnum tvenn undirgöng er komið að Dalveginum, þar sem leiðin heldur áfram vestur Kópavogsdalinn. Í Kópavogsdalnum þarf að sýna sérstaka varúð gagnvart gangandi vegfarendum, en nokkrar leiðir eru í boði til að komast að undirgöngunum undir Hafnarfjarðarveginn. Þegar þangað er komið liggur leiðin meðfram Kópavoginum og út Kársnesið. Ströndin á Kársnesinu er þrædd vestur á bóginn og síðan fyrir nesið og aftur inn Fossvoginn. Aðgát þarf að hafa þegar farið er yfir Vesturvör. Síðan liggur leiðin eftir Kársnesstígnum í austurátt með Fossvogi og síðan fyrir botn vogsins og yfir göngu- og hjólabrúna sem liggur yfir Kringlumýrarbraut. Þar er aftur komið inn á stíginn þar sem ferðin hófst.