Fara í efni

Öskjuhlíð Hjólaleið

Bakgarðshringurinn í Öskjuhlíð er fallega hjólaleið í gegnum fjölbreytta náttúru og skóglendi í grennd við við miðborg Reykjavíkur og nærliggjandi útivistarsvæði.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Mjölnir
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Salerni er að finna í Perlunni og Nauthólsvík
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Öskjuhlíð er einstakt útivistarsvæði í næsta nágrenni miðborgarinnar með fjölbreyttri náttúru og áhugaverðum söguminjum. Um Öskjuhlíðina liggja fjölmargir stígar sem skemmtilegt er að hjóla. Þessi leið um Öskjuhlíðina er 6,7 km hringur sem kallast Bakgarðshringurinn og hefst við Mjölnisheimilið. Hjólað er eftir stíg utan í Öskjuhlíðinni og að Nauthólsvík. Öskjuhlíðin sjálf er áhugavert útivistarsvæði með fjölbreytilegu náttúrufari, merkilegum jarðminjum, einni þéttustu skógrækt í Reykjavík og einstökum mannvistarminjum frá stríðsárunum. Öskjuhlíðin er afar vinsælt útivistarsvæði sökum nálægðar sinnar við miðbæ Reykjavíkur, háskólasvæðin í Vatnsmýrinni, útivistarsvæðin í Nauthólsvík og Fossvogi og fjölmenn hverfi eins og Bústaðahverfið og Hlíðar.