Fara í efni

Selfjall og Sandfell Gönguleið

Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
Bílastæði ofan við Waldorfskólann
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri. Gengið er eftir hrygg ofan við Waldorfskólann í Lækjarbotnum á Selfjallið og þaðan niður að hraunjaðri Húsfellsbruna og upp á Sandfellið. Til þess að bæta í hækkunina er aftur farið á Selfjallið á bakaleiðinni. Leiðin er sérlega falleg á vorin og síðsumars þegar sólin sést síga til viðar úti á Faxaflóa. Athugið að góð bílastæði eru á hæðinni áður en ekið er niður að skólanum og er göngufólk vinsamlega beðið um að fara ekki inn á lóð skólans. Hægt er að fara allt árið á Selfjall og Sandfell en á veturna þarf að taka með keðjubrodda (Esjubrodda) og óþarfi er að fara bröttustu leiðina upp á Sandfell. Betra er að velja frekar aflíðandi leiðir og ganga í krákustígum. Á vorin á meðan frost er að fara úr jörðu getur leiðin verið nokkuð forug.