Fara í efni

Seltjarnarneshringur Gönguleið

Stutt og falleg gönguleið frá Sundlaug Seltjarnarness, sem liggur meðfram norðurströndinni og til baka um Lindarbraut. Það er tilvalið að kíkja í sund eða á leikvöllinn Bakkagarði eftir göngu.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Seltjarnarnes
Upphafspunktur
Við sundlaug Seltjarnarness
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Salerni í Sundlaug Sletjarnarness
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Stuttur hringur frá Sundlaug Seltjarnarness þar sem gengið er meðfram norðurströnd Seltjarnarness. Beygt er til hægri þegar komið er að Lindarbraut og gengið suður Lindarbraut að suðurströndinni og aftur að sundlauginni. Tilvalið er að skella sér í laugina eftir göngutúrinn eða fara á leikvæðið Bakkagarð og renna sér nokkrar ferðir í aparólunni.