Fara í efni

Skólavarða á Vaðlaheiði Gönguleið

Gönguleið að Skólavörðu á Vaðlaheiði, gengt Akureyri. Mikið útsýni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Svalbarðsstrandarhreppur
Upphafspunktur
Vaðlaheiðarvegur ofan við bæinn Værðarhvamm
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Gras
  • Votlendi
  • Blandað yfirborð
Hindranir
  • Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
Leiðin er blaut á köflum.
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Skólavarða er efst á Vaðlaheiði, sunnan Veigastaðavatns. Varðan var hlaðin um 1930 af nemendum Menntaskólans á Akureyri. Falleg og vinsæl gönguleið liggur að Skólavörðu en þaðan er mikið útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri handan fjarðar. Gangan hefst skammt fyrir ofan gatnamótin á Veigastaðavegi og gamla Vaðlaheiðavegi en þar er skilti merkt Skólavarða við veginn og hægt að leggja bílum í vegarkantinum. Sé fólk á fjórhjóladrifsbíl er hægt að keyra fyrstu 2-300 metrana eftir grófum slóða og þar sem hann endar er annað skilti. Leiðin upp að skólavörðunni er stikuð og fremur auðveld yfirferðar en þó nokkuð brött og blaut á köflum. Bröttustu kaflarnir eru fljótlega eftir að gangan hefst þar sem krækt er suður fyrir svokallaða Veigastaðakletta og síðan er brattur en stuttur kafli upp á há heiðina, skömmu áður en komið er að vörðunni.