Fara í efni

Sólarhringur í Heiðmörk Gönguleið

Sólarhringurinn er gönguleið ofan við Vífilsstaðahlíð sem liggur um fallega náttúru Heiðmerkur.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Bílastæði við Vífilsstaðavatn
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Sólarhringurinn er falleg og vinsæl gönguleið í Heiðmörk, nærri Vífilsstaðavatni. Leiðin er um 7,5 km löng og er merkt með gulum stikum. Farið er um fallega náttúru Heiðmerkur eftir þægilegum göngustígum. Leiðin liggur um skóglendi og opin svæði með góðu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Mikið er um sjálfsáð birki og talsvert af yngri stafafuru. Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar á heidmork.is.