Stálpastaðir Blönduð leið (ganga og hjól)
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N 64°31.2295 W 021°26.3108
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
- Möl
- Gras
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Leiðin er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélar fara stundum um skógarveginn á virkum dögum.
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Hægt er að nálgast bækling með gönguleiðum um skóginn allan.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.
Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi en
það gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.