Fara í efni

Steinmenn

Steinmenn eru klettastapar á jökulsorfnum klöppum ofan við Kjarnaskóg. Hægt er að velja um nokkrar leiðir en sú algengasta er að ganga sem beinast upp frá Kjarnaskógi, að Gamla (skátaskáli) og þaðan upp stikaða kindargötu um brattan móa og hæðir.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Akureyrarbær
Upphafspunktur
65.643335, -18.100202
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Skiltuð án annarra merkinga - merkt leið með skiltum sem vísa leið
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
  • Gras
  • Blandað yfirborð
  • Þýft
  • Votlendi
Hindranir
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
  • Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Efri hluti leiðarinnar er eftir kindagötu/slóða og þar þarf að fara yfir minni læki bæði óbrúaða og eins með einfaldri brú. Leiðin er brött að hluta og getur verið blaut og getur því bæði orðið hál og sleip. Mælt með skóm með góðu gripi og göngustöfum.
Hættur
Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Steinmenn eru klettastapar á jökulsorfnum klöppum ofan við Kjarnaskóg. Hægt er að velja um nokkrar leiðir en sú algengasta er að ganga sem beinast upp frá Kjarnaskógi, að Gamla (skátaskáli) og þaðan upp stikaða kindargötu um brattan móa og hæðir. Gangan hentar flestum en er nokkuð brött á köflum og er hækkunin um 473 metra y.s. Frá Steinmönnum er mikið og fallegt útsýni í allar áttir. Á kortinu eru sýndar tvær útgáfur að gönguleið, styst er að ganga beinustu leiðina fram og tilbaka en fyrir þá sem vilja meiri tilbreytingu þá er hægt að fara til norðurs fyrir neðan Gamla, sú leið er ekki eins brött, en lengri. Sú leið kallast Hamrahamrar og liggur fyrir neðan hamrabelti og um skógarstíga aftur að byrjunarreit. Hægt er að velja fleiri úgáfur af leiðum en kortið sýnir. Þær eiga það þó flestar sameiginlegt að byrja í Kjarnaskógi eða við tjaldsvæðið á Hömrum, á báðum stöðum eru næg bílastæði og snyrtingar. Vegalengd fram og til baka er um 8-9 km ef byrjað er hjá Kjarnakoti í Kjarnaskógi. Gönguhækkun er um 400 m. Leiðin er greiðfær og liggur að mestu um vel gróið land. Gangan ætti að taka um 4 klukkustundir í heildina. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri. Hafa með vatn og hressingu, eins er gott er að hafa meðferðis göngustafi.