Lýsing |
Í þessari greinargerð fyrir Ferðamálastofu, er einkum stuðst við Dear Visitors könnun Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) sumarið 2010 meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Jafnframt er stuðst við sömu könnun frá sumrunum 2008, 2009 og allt aftur til sumarsins 2005 til samanburðar, eftir því sem við á. Könnunin Dear Visitors hefur verið framkvæmd í Leifsstöð frá 1996 og stöðugt allt árið frá janúar 2004 og einnig meðal Norrænufarþega á sumrin. Könnunin fer þannig fram að starfsmenn RRF afhenda erlendum brottfarargestum könnunarblöðin eftir að þeir koma úr öryggisleitinni við innganginn að fríhöfninni í Leifsstöð eða áður en þeir fara um borð í Norrænu. Fólk svarar könnuninni sjálft og skilar aftur til starfsmanna.
Í þessari samantekt er mest stuðst við Dear Visitors á tímabili frá júní til ágúst 2010. Á þeim tíma fengust 1.378 gild svör, 1.256 meðal flugfarþega og 122 meðal Norrænufarþega. Ógild svör voru 47. Svörun við könnuninni var 74%. |