15 tilboð bárust í kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu
30.05.2014
Alls bárust 15 tilboð í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í fyrradag. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Eins og fram kom í útboðslýsingu þá var leitast eftir að fá sem flestar lýsingar/fullunnin stök skráð í gagnagrunn fyrir ráðstöfunarfjárhæð. Yfirferð tilboða stendur yfir en reynt verður að hraða úrvinnslu þannig að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Verkinu skal skila 1. nóvember næstkomandi.