152 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 152 þúsund í nýliðnum ágústmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða ríflega tvöfalt fleiri en í ágúst 2020. Horfa þarf allt til ársins 2014 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í ágústmánuði.
Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í ágúst eða tæplega 38%.
Frá áramótum hafa um 336 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um fjórðungs fækkun miðað
við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 451 þúsund.
Stærstu þjóðernin
Langflestar brottfarir í ágúst má rekja til Bandaríkjamanna eða tæplega tvær af hverjum fimm (37,9%). Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru um 14.700 talsins eða 9,7% af heild. Í þriðja sæti voru brottfarir Ítala, 9.500 talsins eða 6,3% af heild.
Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Frakka (5,6% af heild), Pólverja (4,3% af heild), Breta (3,8% af heild), Ísraela (3,7% af heild), Spánverja (3,6% af heild), Dana (3,5% af heild) og Austurríkismanna (2,1% af heild). Samtals voru brottfarir tíu stærstu þjóðerna 80,6%.
Brottfarir Íslendinga
Brottfarir Íslendinga í ágúst voru um 20 þúsund talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær um 8 þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 84 þúsund eða 27,5% færri en á sama tímabili í fyrra.
Nánari upplýsingar
Nánari skiptingu á milli þjóðerna má í töflunni hér að neðan og frekari upplýsingar sjá undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Niðurstöður um brottfarartalningar má jafnframt nálgast í Mælaborði ferðaþjónustunnar undir liðnum Farþegar.