Fara í efni

16,5% fjölgun ferðamanna í september

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum septembermánuði fjölgaði verulega borið saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin nemur 16,5% eða rösklega 4.000 gestum. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálaráðs.

Mest fjölgun frá Þýskalandi
Þjóðverjum fjölgar mest en tæplega 2000 fleiri Þjóðverjar fóru um Keflavíkurflugvöll í september nú en fyrir ári síðan sem gefur fjölgun upp á rúm 77%. Einnig er góð fjölgun frá öðrum helstu mörkuðum, svo sem Bandaríkjunum, Bretlandi og Norðurlöndunum. Vert er að minna á að inn í þessum tölum eru ekki farþegar Norrænu eða þeir sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.

12% fjölgun í mars-september
Talningar Ferðamálaráðs hafa staðið yfir frá því í febrúar 2002 og því liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir tímabilið mars til september fyrir árin 2002 og 2003. Sé þetta tímabil borið saman á milli ára kemur í ljós að erlendum ferðamenn í ár eru ríflega 12% fleiri en í fyrra. Mest munar um Breta, Þjóðverja og Dani í þessum tölum en 15.800 fleiri gestir komu frá þessum löndum nú. Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgar einnig verulega og hlutfallslega fjölgar Spánverjum mest alla þjóða, eða um 35%.

Í töflunum hér að neðan má annars vegar sjá samanburð á milli septembermánaðar 2002 og 2003 og hins vegar samanburð á tímabilinu mars-september í ár og í fyrra.

 

Fjöldi ferðamanna í september*
  2002 2003 Mism. %
Bandaríkin 4.172 4.469 297 7,1%
Bretland 3.271 4.094 823 25,2%
Danmörk 2.143 2.504 361 16,8%
Finnland 676 696 20 3,0%
Frakkland 1.653 1.477 -176 -10,6%
Holland 940 831 -109 -11,6%
Ítalía 393 541 148 37,7%
Japan 337 380 43 12,8%
Kanada 271 308 37 13,7%
Noregur 2.711 2.286 -425 -15,7%
Spánn 341 377 136 39,9%
Sviss 322 321 -1 -0,3%
Svíþjóð 2.190 2.616 426 19,5%
Þýskaland 2.547 4.512 1.965 77,1%
Önnur þjóðerni 2.586 3.082 496 19,2%
Samtals: 24.553 28.594 4.041 16,5%
 
Ísland 20.201 24.600 4.399 21,8%
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra ferðamanna í Leifsstöð.
*Hér eru ekki taldir með farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.

 

Mars - september
  2002 2003 Mism. %
Bandaríkin 32.769 32.337 -432 -1,32%
Bretland 29.227 36.449 7.222 24,71%
Danmörk 15.158 18.174 3.016 19,90%
Finnland 4.704 5.074 370 7,87%
Frakkland 16.052 17.926 1.874 11.67%
Holland 7.751 8.567 816 10,54%
Ítalía 6.937 8.060 1.123 16,19%
Japan 2.456 2.479 23 0,94%
Kanada 1.671 1.894 223 13,35%
Noregur 15.834 16.382 548 3,46%
Spánn 3.413 4.611 1.198 35,10%
Sviss 5.295 5.686 391 7,38%
Svíþjóð 16.645 17.580 935 5,62%
Þýskaland 27.118 32.679 5.561 20,51%
Önnur þjóðerni 22.781 25.148 2.367 10,39%
Samtals: 207.811 233.046 25.235 12,14%
Ísland 154.628 190.802 36.174 23,39%