30 upplýsingaskjáir fyrir ferðamenn
Nýtt skjáupplýsingakerfi Safetravel hefur verið tekið í notkun en setja á upp skjái á allt að 30 helstu viðkomustöðum ferðamanna víðsvegar um landið. Upplýsingagjöf til ferðamanna sé eitt mikilvægasta tækið þegar kemur að forvörnum, sérstaklega í landi eins og Íslandi þar sem veður breytast hratt og náttúran spilar stærri þátt í ferðalaginu en víða annarsstaðar.
Fram kemur í tilkynningu að skjáirnir verði settir upp á stærri upplýsingamiðstöðvum, umferðamiðstöðvum, flugvöllum, stærri gististöðum og bensínstöðvum.
„Um er að ræða byltingu í upplýsingagjöf til ferðamanna hér á landi, ekki síst vegna þess hversu víðtækt samráð ýmissa aðila, svo Vegargerðarinnar, Veðurstofu, almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, ferðaþjónustunnar og fleiri, liggja að baki átaksins,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Skjáirnir verða settir upp á stærri upplýsingamiðstöðvum, umferðamiðstöðvum, flugvöllum, stærri gististöðum og bensínstöðvum.
Útlit á skjám verður samræmt en upplýsingarnar sem birtast staðbundnar. Þannig gæti skjár í Staðarskála t.d.
sýnt færð á Holtavörðuheiði á vefmyndavél og á korti yfir Norðvesturland, svo dæmi sé tekið. Einnig verða birt
almenn ferðaheilræði, svo sem varðandi akstur, gönguferðir, þverun straumvatna, neyðarnúmerið 112 og fleira í þeim dúr. Í
tilfellum þar sem stór vá væri fyrir höndum gæti viðvörun um slíkt tekið yfir allan skjáinn eða hluta hans.
Slysavarnafélagið’ Landsbjörg og allir sem að verkefninu hafa komið vona að með SafeTravel verkefninu verði hægt að auka upplýsingagjöf
til ferðamanna og þar með öryggi þeirra og ánægju.